• Home

  • Destinations

  • Activities

  • About Us

  • Shop

  • More

    Ástralía 2018
    0

    IceLine Travel

    Mosabard 14

    220 Hafnarfjordur, Iceland

    info@iceline.is

    Tel: +354-554-1827

    Mob: +354-899-1295

     

     

    CCContact us
    Fyrir frekari upplýsingar sendu okkur tölvupóst eða hringdu í síma 845 1425 / 899 1295
    • Facebook Clean
    • Twitter Clean
    • Google Clean
    • Pinterest Clean

                                                                   Ferðatilhögun    

     

    5. okt. Flogið verður til London og þaðan til Sydney í Ástralíu með millilendingu í Asíu.

     

    7. okt. Rúta mun sækja hópinn á flugvöll í Sydney og koma honum á hótel. Frjáls dagur. Gist í Sydney í fjórar nætur

     

    8. okt. Skoðunarferð um Sydney, ýmsir áhugaverðir staðir skoðaðir með leiðsögumanni frá Sydney. M.a. farið að hinni frægu brú og óperuhúsinu (þessi ferð er um 4-5 tímar). Endum í Rocks hverfinu sem er elsta hverfi Sydney.

    ​

    Sidney
    Sidney
    Bondi Beach Sidney
    Bondi Beach Sidney
    Sidney
    Sidney
    Show More

    9. okt. Eftir morgunverð förum við í Bláfjöllin þar sem klettarnir „Þrjár systur“ gnæfa yfir mikilfenglegu og fallegu landslagi. Stoppað verður í fallegum smábæ þar sem hægt er að fá sér hressingu. Þessi ferð tekur um 9 tíma.

    ​

    ​10. okt. Frjáls dagur í Sydney, hér þarf engum að leiðast því af nógu er að taka.


    11. okt. Nú er komið að því að kveðja Sydney og taka flugið yfir til Maroochydore. Flugið tekur einn og hálfan tíma. Þegar þangað er komið bíður okkar rúta og keyrir hópinn til Harvey Bay þar sem tekin verður ferja til Fraser Island. Sigling í 45 mín

    Frasier Island
    Frasier Island
    Frasier Island
    Frasier Island
    Frasier Island
    Frasier Island
    Show More

    ​

    11.-14.okt. Fraser Island, þar munum við gista næstu þrjár næturrnar.

    Fraser eyjan er stærsti sandskafl í heimi, þétt gróin frá hæstu hæðum niður að strönd og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er m.a. að finna tær vötn, margs konar fallegar plöntur, regnskóg og fjölbreytt dýralíf. Hér tökum við einn dag í skoðunarferð um þessa fallegu eyju með staðarleiðsögn, hádegismatur innifalinn. (Ferðin tekur um 8 tíma). Möguleiki á að fara á kanó upp með ánni með staðarleiðsögumanni fyrir þá sem það vilja. Ýmislegt fleira er í boði á þessari einstöku eyju. Við hótelið er góður aðbúnaður m.a. veitingastaðir, barir og sundlaug í hótelgarðinum. Að auki eru aðrir veitingastaðir, sem fólk getur valið um.

    Noosa
    Noosa
    Noosa
    Noosa
    Noosa
    Noosa
    Show More

    14.-18.okt. Noosa. Fallegur lítill strandbær sem býður upp á allt sem ferðamaður getur óskað sér. Hér er boðið upp á strandlíf, kaffihús, veitingahús, búðaráp eða göngu í þjóðgarð, sem er nánast við bæjardyrnar. Í garðinum lifa kóalar uppi í trjánum í sínu eðlilega umhverfi og algengt er að sjá höfrunga synda úti fyrir ströndinni. Við förum í siglingu upp eftir Noosa river þar sem allir geta fengið að vera skipstjórar. Sigling upp þessa á er mikil upplifun í einstaklega fallegu umhverfi. Þetta er svokallaður grill-bátur þar sem við munum elda sjálf og hafa eitthvað gott og svalandi að drekka með matnum. Matur innifalinn. Þessi ferð tekur um 5 tíma.
    Einn daginn munum við koma við á Eumundi markaðnum. Stærsti markaður í Queenslandi með fjölbreyttu mannlífi, tónlist og ýmiss konar varningi ásamt mat og drykk, sem einkenna Ástralíu.

    Mt. Tamborine
    Mt. Tamborine
    Mt. Tamborine
    Mt. Tamborine
    Mt. Tamborine
    Mt. Tamborine
    Show More

    18.-19. okt. Farið að morgni frá Noosa og ekið  upp í Mt. Tambourine fjöllin. Mount Tambourine er mikið vínræktarhérað sem gaman er að skoða. Vínbúgarður heimsóttur, þar sem fólki gefst kostur á að smakka á framleiðslunni og að versla gómsæt vín. Einnig framleiða þeir hunang sem er í mjög háum gæðaflokki og hafa m.a. fengið gullverðlaun fyrir gæði. Á þessum stað má sjá villtar kengúrur í sínu náttúrulega umhverfi.

    Brisbane
    Brisbane
    Brisbane
    Brisbane
    Brisbane
    Brisbane
    Show More

    20. okt. Brisbane er lífleg borg og búa þar um 1.800.000 manns. Hótelið er í miðborginni og rétt við göngugötuna, er ekki úr vegi að taka labb um næsta nágrenni, t.d í göngugötuna sem iðar af lífi með verslanir og veitingastaði á báða vegu. Nauðsynlegt er að skoða Southbank, fallegt svæði við Brisbane fljótið. Þar eru ýmis söfn, leikhús, strönd og fleira áhugavert. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kíkja í spilavítið er ekki langt að fara því það er stutt frá hótelinu.

    ​

    21. okt. Ferð um Brisbane þar sem við skoðum ýmsa áhugaverða staði. Mt. Cootha með útsýni yfir borgina, förum með City cat eftir fljótinu sem rennur í gegnum borgina og njóta þess að sjá Brisbane frá fljótinu. Á þeirri leið munum við stoppa og skoða garð sem hefur að geyma mjög sérstakt gangandi tré (4-5 tíma ferð).

     

    22. okt. Sjarmerandi fjallaþorpið Montville sem er fallegt og flestir íbúar reka sínar verslanir með eigin framleiðslu. Þar eru líka lítil gallerí, kaffihús og fleira. Eftir það Australían Zoo sem Steve Irwin var aðal stjarnan á sínum tíma. Þar má sjá allskonar sér Áströlsk dýr og uppákomur. Þessi dýragarður er vel þess virði að skoða.

    ​

    23. okt.  Frjáls dagur og sá síðasti í Ástralíu og gefst hér tækifæri til að njóta hanns á eigin vegum.

     

    24. okt. Flogið frá Brisbane yfir til Asíu og áfram til London og Keflavík, komið heim þ. 25. okt.

    ​

    Leiðsögumenn verða Guðbjörg Bragadóttir og Kristján Guðmundsson ásamt staðarleiðsögumönnum þar sem við á.

     

    IceLine Travel áskilur sér rétt til að fella niður þessa ferð ef næg þátttaka næst ekki. ATH. hámarks fjöldi í þessa ferð er 14 manns.

    verð kr 649.000 á man miðað við tvíbýli:  Aukagjald  vegna einbýli kr 140.000

    Verð miðast við gengi EUR og AUD þ.27.2.2018

     

    Innifalið í verði: Allt flug og skattar,VISA inn í Ástralíu ásamt allri gistingu á þriggja til fjögurra stjörnu hótelum m/morgunmat, allur akstur innan Ástralíu, ferja til/frá Fraser Island ásamt skoðunarferð um eyna. Sigling á Noosa river, 2 x hádegismatur og aðgangur í Australia Zoo. Allar aðrar skoðunarferðir samkvæmt lýsingu. Íslensk fararstjórn.

     

    Ekki innifalið í verði: Þjórfé fyrir erlenda þjónustu s.s. leiðsögumann og bílstjóra, máltíðir og skoðunarferðir sem ekki er getið um í ferðalýsingu, farangursþjónusta, forfalla- og ferðatrygging.

     

    Ummæli úr síðustu ferð.

    Við höfum aldrei farið í eins skemmtilega ferð - Þorbjörg Kristjánsdóttir og Ingi Magnússon.

    Meiriháttar ferð - Jóna Guðmundsdóttir  og Einar Sverrisson.

    Rosalega gaman, sérstaklega gaman að koma að og í óperuhúsið í Sydney, en annars var allt mjög skemmtilegt.

    Lárus Björnsson og Eygló Ragnarsdóttir.